Skál, skeið og YOGA

Lítil tréskál með skeið og korti með spennandi uppskrift fæst í mörgum ferðamannabúðum þar sem íslenskt salt er til sölu.

Yogakortin eru jóladagatal sem kemur í fallegu hvítu boxi með rauðum borða. Umslögin eru hengd á borðann með þvottaklemmum sem fylgja. Ein æfing á dag í allan desember. Kortin eru svo geymd í handgerðri bók á milli þess sem æfingarnar eru gerðar allan ársins hring til æviloka. Leiðbeiningarnar eru á ensku. Hægt að panta beint frá Hundahólma, 7.000 kr. kassinn.