Bækur

Sundbækur eftir Nele Schacht

Sundbækurnar fást í Laugardalslauginni, Sundhöll Reykjavíkur, Eymundsson og Bókabúð máls og menningar. Þær kosta 4.500 kr. í smásölu beint frá Hundahólma.

Kennslubók í íslensku byggð á Palli var einn í heiminum

Anna Bjarnadóttir samdi Æfingabókina og Lausnirnar eftir að kenna íslensku í Zürich um árabil. Þær fást í Eymundsson og Bókabúð máls og menningar. Þær kosta 6.500 kr. báðar saman í smásölu beint frá Hundahólma.

Gestsaugakverin með teikningum Karin Kurzmeyer

Allar háalvarlegu teikningarnar sem Karin Kurzmeyer gerði af því sem útlendingar taka eftir í íslensku umhverfi eru í kverunum The Way It Is, Wie es Wirklich ist og Las Cosas Claras. Anna Bjarnadóttir og Hildur Petersen notuðu myndirnar til að segja frá landi og þjóð.

Bara til á lager

Lítið kver með teikningum Karin Kurzmeyer. Æskuminningar Hildar og Önnu fléttast saman við fróðleiksmola um þjóðgarðinn og frásögn af forsætisráðherrahjónunum Bjarna og Sigríði sem létust í bruna á Þingvöllum 1970.

Fanney Sizemore skreytti og gerði umbrotið á food and festivities og Eplakverinu. Það eru kannski enn til örfá eintök af kverunum hjá Hundahólma.