Um Hundahólma

Hundhólmi er fyrst og fremst með vörur fyrir ferðamenn og aðra áhugamenn um Ísland, Íslendinga og íslensku. Vörurnar eru unnar á Íslandi svo framarlega sem unnt er og reynt er að taka tillit til umhverfisins. Þær fást í vönduðum bóka- og ferðmannaverslunum í Reykjavík, á Þingvöllum og í Hallgrímskirkju. Það er engin netverslun en hægt að panta beint í gengum tölvupóst. Við notum Paypal fyrir erlend viðskipti.

Gestsaugamyndir svissnesku listakonunnar Karin Kurzmeyer hafa verið burðarstólpi Hundahólma frá upphafi. Hildur Petersen og Anna Bjarnadóttir stofnuðu fyrirtækið 2012. Þær nefndu það eftir grasþóft sem þær reru oft út í sem smástelpur á Þingvöllum. Guðrún Bjarnadóttir, systir Önnu, tók við af Hildi 2017. Guðrún sér um reksturinn á Íslandi en Anna skiptir sér af frá Sviss þar sem hún býr.

Anna tók hliðarspor frá ferðamannalínu Hundahólma 2018 og framleiddi Jógajóladagatal í Sviss í samráði við stjúpdóttur sína Francescu Macdonald í Kanada. Kannski kemst það í íslenska verslun fyrir jólin 2019, það er aldrei að vita.